Skipulagsdagar í Akrasel út árið 2022

Farsæld barna á Akranesi

Akraneskaupstaður er eitt af frumkvöðlasveitafélögum og hafa hafið vinnu við að innleiða Farsældarlögin.

Innkeyrslan að bílastæði Akrasels orðin einstefna

Einstefnu innkeyrsla verður frá hægri þegar ekið er Ketilsflötina, Lindar megin (að neðan verðu). Útkeyrsla verður Hamars megin (að ofan verðu). 

Skipulagsdagur mánudaginn 19.september 2022. Leikskólinn verður lokaður þennan dag.

Fyrsti skipulagsdagur vetrarins verður mánudaginn 19.september 2022. Þennan dag verður leikskólinn lokaður.

Innkeyrsla inn á bílastæði Akrasels að breytast í einstefnu.

Á næstu dögum verður innkeyrslu inn á bílastæði Akrasels breytt. Einstefnu innkeyrsla verður frá hægri þegar ekið er Ketilsflötina, Lindar megin (að neðan verðu). Útkeyrsla verður Hamars megin (að ofan verðu). Það er alveg kjörið að byrja að æfa þessar breytingar.

Útskriftahópur Akrasels maí 2022

Árbækur verða að mánaðarlegum fréttum af starfi

Við höfum notast við Árbækur síðustu ár hér á Akraseli. í ár byrjuðum við að nota heimasíðuna okkar meira til að upplýsa foreldra um starfið á deildum barnanna. Núna munum við ekki senda frá okkur Árbækur lengur. Hægt er að sjá hvern mánuð fyrir sig undir deild ykkar barns - starfið.

WOW ráðstefna í Búlgaríu

Fjórir starfsmenn leikskólans fóru til Búlgaríu á vegum verkefnsins Wonder of waste sem Akrasel tekur þátt í á vegum Erasmus+. Ráðstefnan hófst mánudaginn 30.júní og lauk henni að hádegi föstudagsins 3.júlí 2022.

Sumarhátíð Akrasel og móttaka sjötta Grænfána Landverndar og staðfesting þess efnis að Akrasel er viðurkenndur UNESCO leikskóli sá fyrsti á Íslandi

Á miðvikudaginn var stór dagur á Akrasel þegar leikskólinn tók á móti sjötta Grænfána Landverndar og staðffestingu þess efnis að vera fyrsti UNESCO leikskólinn á Íslandi. En sama dag var sumarhátíð leikskólans haldin. Íþróttaálfurinn kom í heimsókn ásamt Sollu stirðu kl. 13.30 og kl.14.00 grillaði foreldrafélagið pylsur fyrir börnin, starfsfólk og fjölskyldur barnanna. Hérna má sjá nokkrar myndir

Móttaka sjötta Grænfána Landverndar og staðfesting þess efnis að Akrasel er viðurkenndur UNESCO leikskóli sá fyrsti á Íslandi.

Móttaka sjötta Grænfána Landverndar og staðfesting þess efnis að Akrasel er viðurkenndur UNESCO leikskóli sá fyrsti á Íslandi. Á sumarhátíð Akrasels þann 25. maí næstkomandi, þar sem við bjóðum börnum og foreldrum í opið hús frá kl. 14.00-16.00 mun afhending fara fram. Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri munu koma í Akrasel og taka þátt í athöfninni með okkur.