Sólblómaleikskólinn Akrasel

Elsta deild Akrasels tekur þátt í sólblómaverkefni SOS barnaþorpanna. Leikskólinn styrkir eitt ákveðið barn í SOS Barnaþorpi um tæp 50.000 á ári. Sólblómaleikskólar fá efni frá SOS Barnaþorpunum þar sem þeim er sagt frá börnum sem búa í SOS Barnaþorpum. Saga þeirra er sögð ásamt því að lönd þeirra eru kynnt, matarmenning o.fl. Áhersla er lögð á að leikskólabörnin geti rætt um hvernig aðstæður SOS barnanna séu líkar/ólíkar þeirra eigin. Leikskólabörnin fræðast þannig um önnur lönd og aðra menningarheima og sjá hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir öðrum þó svo að lifnaðarhættir og aðstæður séu öðruvísi en þau þekkja sjálf.

Leikskólinn í COVID lokun

Bæjarráð tekið ákvörðun um að á morgun föstudaginn 5. nóvember mun öll starfsemi falla niður í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi bæjarins.