28.12.2021
Þann 17. desember var Rauður dagur á Akrasel. Við fengum Eystein álfastrák og Hulda búálf í heimsókn og eftir að leikritinu lauk kom jólasveinninn til okkar.
Dansað var í kringum jólatréið með Eysteini, Huldu og jólasveininum við mikla gleði barnanna. Öll börnin fengu síðan mandarínu úr poka jólasveinsins.
18.11.2021
Elsta deild Akrasels tekur þátt í sólblómaverkefni SOS barnaþorpanna.
Leikskólinn styrkir eitt ákveðið barn í SOS Barnaþorpi um tæp 50.000 á ári.
Sólblómaleikskólar fá efni frá SOS Barnaþorpunum þar sem þeim er sagt frá börnum
sem búa í SOS Barnaþorpum. Saga þeirra er sögð ásamt því að lönd þeirra eru
kynnt, matarmenning o.fl. Áhersla er lögð á að leikskólabörnin geti rætt um hvernig
aðstæður SOS barnanna séu líkar/ólíkar þeirra eigin. Leikskólabörnin fræðast þannig
um önnur lönd og aðra menningarheima og sjá hversu mikilvægt það er að bera
virðingu fyrir öðrum þó svo að lifnaðarhættir og aðstæður séu öðruvísi en þau þekkja
sjálf.
04.11.2021
Bæjarráð tekið ákvörðun um að á morgun föstudaginn 5. nóvember mun öll starfsemi falla niður í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi bæjarins.
26.10.2021
Viðhorfskönnun til mótunar menntastefnu fyrir Akraneskaupstað
20.10.2021
Leikskólinn Akrasel hefur verið samþykktur sem UNESCO leikskóli fyrstur leikskóla á Íslandi
24.09.2021
Slökkviliðsmenn heimsóttu elstu börnin í Akraseli
15.07.2021
Við opnum aftur eftir sumarlokun fimmtudaginn 5. ágúst kl. 10.00.
Aðlögun nýrra barna hefst mánudaginn 9. ágúst kl. 9.30-11.30 foreldrar og börn koma klædd eftir veðri.
Skipulagsdagar á haustönn 2021 eru: Föstudaginn 20. ágúst og mánudaginn 15. nóvember.
Þessa daga er leikskólinn LOKAÐUR.
Skipulagsdagar á vorönn verða auglýstir síðar.
25.06.2021
Sumarhátíð Akrasels var haldin fimmtudaginn 24. júní
14.06.2021
Nú líður að skilnaði við elstu börnin okkar. Undanfarin ár hafa verið dásamleg, endalaust brall og bras. Þessi hópur skilur eftir stórt skarð í hjörtum okkar.
Takk fyrir samveruna.
15.01.2021
Nú er ný heimasíða í vinnslu við bindum miklar vonir við að hún verði notuð af starfsmönnum deilda til að upplýsa foreldra um starfið í Akraseli.