Við á Akrasel gerðum saman handbækur um starfið okkar. Þessar handbækur voru unnar af starfsfólki vorið 2020 og komu allir starfsmenn að þeirri vinnu.
Markmið Akrasels:
Börn og starfsfólk fái notið náttúrunnar, upplifi og læri að njóta hennar sér til gleði og aukins þroska.
Mikilvægi útiveru:
Útivera barna er mjög mikilvæg og hafa rannsóknir sýnt að útivera hefur jákvæð áhrif á einbeitingu,
nám, félagsleg samskipti barna og að börn sem eru mikið úti verða sjaldnar veik.
Virðing:
Virðing fyrir náttúrunni er mikilvægur þáttur í starfi Akrasels og það er þáttur okkar allra að kenna börnum virðingu gagnvart lífverum, landslagi, stöðum, heimkynnum annarra og náttúrunni allri. Leiksvæðið gefur okkur gullið tækifæri til að kenna börnunum í litlum og stórum hóp um mikilvægi náttúrunnar og virðingarinnar.
Í handbókinni um útiveru getið þið lesið ykkur betur um starfið okkar með börnunum úti.
Í handbók Akrasels um ævintýraferðir eru upplýsingar um helstu staðina hérna á Akranesi til að ganga með börnunum að.
Þar kemur fram hvað er hægt að gera með börnunum og hvaða verkefni við getum gert með þeim.
Handbók Akrasels um Ævintýraferðir