Slökkviliðsmenn heimsóttu elstu börnin

21. september komu tveir vaskir menn frá slökkviliðinu og heimsóttu elstu deild leikskólans. Það voru þeir Sigurður Þór Elísson og Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðstjóri.  Markmiðið með þessari bráðskemmtilegu og fróðlegu heimsókn er að fræða börnin um brunavarnir. 

Þeir kynntu meðal annars forvarnarverkefni sem er kennt við Loga og Glóð en þau eru slökkviálfar og aðstoðarmenn sökkviliðsins.

Í vetur ætla krakkarnir að fara í það hlutverk að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins og fara yfir brunavarnir í leikskólanum sem og heima hjá sér. 

Krakkarnir fengu svo að skoða slökkviliðsbílinn við mikinn fögnuð þar sem blikkandi ljós og sírenur komu við sögu. 

Í vor bjóða þeir elstu börnunum í partý á slökkviliðstöðinni þar sem börnunum verður meðal annars sýnd mynd með Loga og Glóð og fá frekari fræðslu.

Þeir lofuðu góðri stemningu á bílastæði slökkviliðsins og má með sanni segja að börnin séu þegar farin að hlakka til.

Hér er hægt að sjá nokkrar myndir af heimsókninni: Slökkviliðsmenn í heimsókn