Akrasel UNESCO skóli

                   

 

 

Leikskólinn Akrasel hefur verið samþykktur sem UNESCO leikskóli fyrstur leikskóla á Íslandi

Við gerum ráð fyrir að halda uppá þessa viðurkenningu síðar.

Þetta er mikill heiður og viðurkenning fyrir starfið í Akraseli sem hefur verið að vinna að umhverfismennt frá opnun leikskólans.

Til þess að hljóta þessa nafnbót þarf leikskóli að vinna að umhverfisvernd (grænfáni) tengja starf sitt við Heimsmarkmið og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Það hefur okkur tekist og uppskerum því þessa viðurkenningu.