Sumarhátíð í Akraseli

Sumarhátíð Akrasels var að þessu sinni eingöngu fyrir börnin í leikskólanum og gekk hún glimrandi vel. Garðurinn var skreyttur fánum sem börnin gerðu og garðurinn nýttur undir allskonar leikefni. Þorri og Þura kíktu til okkar í heimsókn við mikinn fögnuð hjá börnunum enda erum við farin að þekkja þau mjög vel, undanfarin ár hafa þau kíkt til okkar í desember. Þegar Þorri og Þura kvöddu okkur var þeim fylgt úr garðinum af barnaher. Við lukum svo sumarhátíðinni með pylsupartýi og útilegustemningu. 

Sumarhátíð Akrasels í myndum