Rauður dagur á Akrasel

Þann 17. desember var Rauður dagur á Akrasel. Við fengum Eystein álfastrák og Hulda búálf í heimsókn og eftir að leikritinu lauk kom jólasveinninn til okkar. Dansað var í kringum jólatréið með Eysteini, Huldu og jólasveininum við mikla gleði barnanna. Öll börnin fengu síðan mandarínu úr poka jólasveinsins.