Sólblómaleikskólinn Akrasel

Drengurinn sem við styrkjum heitir Moise Gueldjibi Dion og var fimm ára gamall
þegar við byrjuðum að styrkja hann. Moise býr í SOS barnaþorpinu Aboissoi á
Fílabeinsströndinni. Sólblóma verkefnið passar vel við það starf sem fer fram í
leikskólanum þar má nefna umhverfismennt, heimsmarkmiðin og barnasáttmálann. Í þeirri vinnu fléttast svo vináttan og grunngildin fjögur sem eru umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki.
Moise á afmæli 16. nóvember á degi Íslenskrar tungu og er því orðin 12 ára gamall. 

Það hefur myndast siður í Akraseli að börnin búa til vegleg listaverk sem þau hafa síðan selt foreldrum sínum gegn hóflegu gjaldi. En sá peningur hefur farið upp í árgjaldið.

Hér er hægt að sjá skemmtilega kynningu um vinnuna að listaverkunum sem börnin á Bergi hafa unnið að í haust.