Morgunkaffi í tilefni bóndadagsins

Í tilefni bóndadagsins var öllum karlmönnum í lífi barnanna boðið í kaffi föstudaginn 20. janúar milli kl. 08.00 og 10.00. Það var einstaklega gaman að geta boðið þeim aftur í morgunkaffi á leikskólanum.

Börnin á Akrasel gerðu (teiknuðu og máluðu) myndir sem hengdar voru upp til sýningar fyrir karlmennina í lífi þeirra. Öll vinnan við myndirnar voru tengdar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Glæsileg sýning og var einstaklega gaman að sjá hve margir pabbar, afar, bræður og frændur létu sjá sig í morgunkaffið. 

Takk fyrir komuna.