Jólaverkstæði Akrasels

Í Akraseli er áhersla lög á að nota endurvinnanlegan efnivið.  Í jólagjafavinnu eldri nemenda fær nemandinn
frjálsar hendur með efnivið og hugmyndaflug fær að ráða. Hálfum sal skólans er breytt í listasmiðju með fjársjóði af efnivið í hinar ýmsu gjafir. 

Þetta er krefjandi vinna, bæði fyrir kennara og barn en að lokum er þetta eintóm hamingja fyrir alla og allar þessar jólagjafir eru unnar út frá hugmyndum barnanna sjálfra. Í vinnunni er hver gjöf einstök og börnin fá mikla einstaklingsmiðaða leiðbeiningu og aðstoð. Þau fá mjög frjálsar hendur með efniviðinn og þannig fær sköpunarkraftur og hugmyndaflug þeirra að ráða ferðinni í þessu ferli.

Hér í leikskólanum nýtum við allt sem mögulega getur nýst í listsköpun barnanna. 

Hérna má sjá nokkrar myndir af einstaklega stoltum og flottum börnum á jólaverkstæðinu að gera jólagjafir handa foreldrum sínum