Konudagskaffi

Í tilefni af konudeginum sem verður sunnudaginn 19.febrúar buðum við konum í lífi barnanna að koma og fá sér morgunkaffi með okkur, föstudaginn 17.febrúar, milli kl.8 til 10. Í boði var nýbakað brauð og kaffi.
Á göngum leikskólans eru myndir sem börnin teiknuðu af konunni í lífi þeirra. En í sal skólans var myndlistarsýning á verkum barnanna og tengdum við verkin þar við Barnasáttmálann og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Elstu börnin á Kletti gerðu öskudagsbúningana sína sjálf og fengu konurnar að skoða þá því búningarnir voru hluti af sýningunni inni í sal.