Vorverkin hafin á Akrasel

Við á Akrasel erum byrjuð á ýmsum vorverkum og finnst börnunum skemmtilegt að fá að hjálpa við hin ýmsu verk. Anney leikskólastjóri byrjaði að stinga upp blómabeðið fyrir utan Tjörn og í leiðinni var grindverkið við blómabeðið tekið niður. En það á að laga. Börnin voru ekki lengi að koma og hjálpa henni. 
Hérna eru nokkrar myndir frá því þegar börnin á Lindum hjálpuðu til við vinnuna í morgun (miðvikudag 4.maí).

Eftir hádegið þá hjálpuðu börnin á Hömrum Anney og kennurunum.