Útskrift árgangs 2017

Þann 22 maí fór fram hátíðleg athöfn í Tónbergi þar sem 2017 árgangurinn útskrifaðist frá Akraseli. Það var mikið að gera hjá árgangnum í vetur en hann innihélt margar vettvangsferðir, skólaheimsóknir, þemaverkefni og skemmtun. Börnin enduðu önnina svo á útskriftarferð í Skorradal sem vakti mikla lukku.

Við óskum börnunum á Kletti velfarnaðar og góðs gengis í nýjum skólum og þökkum jafnframt fyrir öll árin í Akraseli.