Sumarhátíð Akrasel og móttaka sjötta Grænfána Landverndar og staðfesting þess efnis að Akrasel er viðurkenndur UNESCO leikskóli sá fyrsti á Íslandi

Miðvikudagurinn 25.maí var stór dagur á Akrasel  en þá tók leikskólinn á móti sjötta Grænfána Landverndar og staðfestingu þess efnis að vera fyrsti UNESCO leikskólinn á Íslandi.

Sumarhátíð leikskólans var haldin sama dag og kom Íþróttaálfurinn í heimsókn ásamt Sollu stirðu kl. 13.30 og kl.14.00 grillaði foreldrafélagið pylur fyrir börnin, foreldra og fjölskyldur þeirra.

 

 

 

Klukkan 14.30 hófst afhending sjötta Grænfána Landverndar og fékk leikskólinn jafnframt afhenta staðfestingu þess efnis að vera fyrsti viðurkenndi UNESCO leikskólinn á Íslandi.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mætti ásamt bæjarstjóranum Sævari Frey Þráinssyni og fræðslustjóra Landverndar og verkefnastjóri UNESCO skóla á Íslandi.  Hr. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands afhenti Anney Ágústsdóttir leikskólastjóra Grænfána Landverndar og staðfestinguna á að vera fyrsti UNESCO leikskólinn á Íslandi við skemmtilega athöfn á leikskólanum.