Pólsku kennsla í Akraseli

 

Í vetur hafa pólsku börnin okkar fengið pólskukennslu einu sinni í viku á vegum Pólska sendiráðsins. Karolína leikskólakennari sá um þá kennslu og í lok vetrar fluttu þau ljóð sem þau voru búin að læra. Sendiráðið færði hverju og einu þeirra gjöf fyrir vinnuna í vetur.