Menntamálastofnun færði börnum á landinu, fædd 2018, 2019 og 2020, að gjöf bókina "Orð eru ævintýri".
Eins og segir á bókakápu þá er bókin Orð eru ævintýri litrík og skemmtileg myndabók fyrir börn. Hún býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs sem geta virkjað ímyndunarafl barna og verið uppspretta ævintýra og leikja. Hún hentar vel til að efla orðaforða barna í leikskólum og nemenda sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku sem öðru tungumáli. Það er einnig hægt að skoða hana á vef Menntamálastonun á slóðinni https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/ord_eru_aevintyri