Job shadowing

Í vikunni eru við búin að vera með gesti frá Eistlandi, en það eru þau Markus og Laura. Þau koma sem starfsnemar (job shadowing) og eru búin að vera að kynna sér það sem við erum að gera í Akraseli. Börnin tóku vel á móti þeim en þau voru eingöngu með börnunum á Hömrum. Þau koma í gegnum EES á Erasmus+ styrk, en Akrasel hefur tekið þátt í mörgum Erasmus+ verkefnum og þetta eitt af þeim.

Fyrir áhugasama er hægt að fara inn á Rannís (rannis.is) og skoðað síðuna þeirra en þau halda utan um Evrópusamvinnuna.