Erasmus+ verkefni

Á morgun fimmtudaginn 13. júní fáum við í Akraseli góða gesti í heimsókn. Þar sem við erum hluti af verkefninu Hob's Adventure. Verkefnið er tveggja ára Erasmus+ samstarfsverkefni 4 landa, Eistlands, Lettlands, Slóveníu og Íslands, um gerð námsefnis um lífbreytileika fyrir 5-9 ára börn og nær því til tveggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Ætlunin er að hvert land leggi til a.m.k. 9 verkefni í verkefnabankann, í lokin ættu því að vera a.m.k. 36 verkefni fyrir skóla til að velja úr. Verkefnin verða gefin út á rafrænu formi á þessum 4 tungumálum auk ensku.

Áhersla er m.a. lögð á að færa ræktunarstarfið inn í kennslustofurnar með ræktun pottaplantna en einnig að auka útikennslu og útiveru. Verkefnin eiga að vera sem mest verkleg, en þaðan kemur nafn verkefnisins Hob´s Adventure, Hob = hands on biodiversity eða verkleg lífbreytileikakennsla. Aðalatriðið er að nemendur taki þátt, læri um, upplifi og uppgötvi lífríkið í sínu nágrenni.

Verkefnið hófst haustið 2018 og stendur til hausts 2020. Á Íslandi eru 11 leik- og grunnskólar þátttakendur í verkefninu og er Akrasel einn af þeim skólum