Bambahús Akrasels komin í skógræktin

Föstudaginn 25. ágúst komu Bambahúsin sem Akrasel keypti fyrr í sumar í Skógræktina. Húsin verða notuð í umhverfismenntarvinnu leikskólans. Þarna verður hægt að rækta ýmis grænmeti og blóm. Börnin munu vera í aðalhlutverki þarna inni við að planta, vökva og passa upp á það sem ræktað verður þarna inni.

Elsti árgangur leikskólans var uppi í skógrækt þegar komið var með húsin og þau flutt á hellulagða stéttina sem þau munu standa. Mikil gleði og spenna fylgdi þessum degi bæði hjá starfsfólki og börnum.