Árgangamót leikskólanna á Akranesi

Miðvikudaginn 3. maí var árgangamót leikskólanna haldið á Akranesi.
Í ár varð breyting gerð á fyrirkomulagi árgangsmóti leikskólanna en ákveðið var að prufa að hittast úti í stað þessa að fara á leikskólana, jafnframt var ákveðið að 2018 og 2019 myndu hittast í Skógræktinni og á Merkurtúni
 
2018 árgangurinn hittist í Skógræktinni klukkan 10:00 og var Akrasel gestgjafinn í ár. Við höfðum skipulagt mjög skemmtilegan dag sem byrjaði með að allir leikskólarnir mynduðu vinahring og hafði hver leikskóli valið eitt lag sem við sungum saman.  Deginum lauk svo með pylsupartý í skógræktinni. 
 

Smíðastöð var á svæðinu, börnin gátu málað með könglum og greinum á endurunninn pappír. 

   
Leiksvæðið og fallega umhverfið í skógræktinni var nýtt í leik
  
Háfar voru teknir með svo börnin gætu athugað með síli 
 
Búið var til tjald með börnunum og Bingó Jóga var í boði 
               
 
 
2019 árgangurinn hittist á Merkurtúni klukkan 10:00  og var leikskólinn Teigasel gestgjafinn í ár. Rúta flutti börnin á Akrasel að Merkurtúninu.  Leikskólinn Teigasel var búinn að skipuleggja fullt af skemmtiegum þrautum.  Eftir að hafa leikið í góða stund á Merkurtúninu var gengið yfir að Teigarsel og grillaðar pylsur og haldið áfram að leika á útisvæðinu áður en haldið var aftur í strætó til baka á Akrasel