Umhverfismennt

Við á Akrasel gerðum saman handbækur um starfið okkar. Þessar handbækur voru unnar af starfsfólki vorið 2020 og komu allir starfsmenn að þeirri vinnu. Við erum einstaklega stolt af þessari flottu vinnu sem allt starfsfólk hafði tækifæri að koma að. 

Göngu- og skoðunarferðir með börnunum eru fastir liðir í skólastarfinu. Í náttúrunni fær barnið tækifæri til að kanna ýmis fyrirbæri, skoða og gera tilraunir. Starfsfólk fylgist vel með áhuga barnsins ogreynir að grípa tækifæri til frekari athugana með stuðningi á ýmsa vegu. Nánar er hægt að lesa um umhverfismennt í handbókinni hérna fyrir neðan. 

Handbók um umhverfismennt

Svona moltum við

Ormavinna í Akraseli