Nóvember var skemmtilegur á Tjörn, börnin nutu sín í botn og jólaundirbúningurinn er hafinn. Farnar voru ævintýraferðir og 2018 árgangurinn fór í rútu niður á Akratorg og fylgdust með þegar kveikt var á jólatréinu. Jólasveinarnir komu og sungu nokkur lög með þeim og fengu börnin heitt kakó og piparkökur til að ylja sér.
Snjórinn kom og var mikil gleði hjá börnunum að fara út að leika í snjónum.
Hægt er að skoða enn fleiri myndir af starfinu í nóvember hér
Lubbastundir eru vinsælar
Sögustundir eru mjög vinsælar
Að tæma moltutunnurnar í jargerði er vinsælt hjá börnunum
Elskum ævintýraferðir
Könnunarleikur hjá 2019 hópnum
Fyrsti snjórinn kom á Akranes við mikinn fögnuð barnanna.