Mars 2022

Það var mikið um að vera á Tjörn í mars.

Þann fyrsta mars héldum við upp á öskudaginn. Börnin komu í búningum eða náttfötum í leikskólann og klukkan 09.30 fórum við inn í sal og þar slóum við "köttinn" úr tunninni ásamt börnunum á Mýri, Gljúfri og Læk. Elstu börnin á Berg voru búin að mála og skreyta pappakassa sem við settum svo rúsínukassa inn í. Börnin fengu að slá og reyna að opna kassann. Það tókst að lokum með smá hjálp frá kennurnunum. Börnin voru rosalega dugleg að bíða meðan aðrir voru að slá.

      

   

Á Akrasel var Jógavika 14.mars til 18.mars. Við vorum með Gljúfri þessa vikuna. Börnunum var skipt í 8 hópa af deildarstjóra og voru 2-3 börn frá Tjörn og 2-3 börn frá Gljúfri í hverjum hóp. Fjórir hópar fóru í Jóga á mánudag og miðvikudag og aðrir fjórir hópar á þriðjudag og fimmtudag. Jógað hófst klukkan 9.30 og þá fóru 2 hópar yfir á Gljúfur og 2 hópar voru á Tjörn. Hin börnin sem ekki voru í jóga fóru í útiveru. Á föstudeginum var vinadagur. Þá var deildunum skipt í 2 hópa og annar hópurinn var inni á Tjörn milli kl. 9 og 10 og hinn á Gljúfri. Klukkan 10 var svo skipt .

Á Gljúfri var frjáls leikur og barnajóga í sjónvarpinu.

Á Tjörn var frjáls leikur og svo var búið að skera út tvö stór hjörtu. Öll börnin á Gljúfri og Tjörn sem voru í leikskólanum þennan dag gerðu handafarið sitt á sitthvort hjartað. Þessi hjörtu eru tákn vinasambands á milli þessara tveggja deilda.

Vikan tókst rosalega vel og skemmtu börnin sem og kennaranir sér konunglega. Þessa vikuna felldum við niður allt skipulagt starf á deildunum tveim. Náðum við að tengja vel við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þessa vikuna með hreyfingu og vináttu.

     

   

   

       

    

       

 

Í marsmánuði byrjuðum við að vinna með þemað um dýrin í myndlist. Börnin fengu myndir af dýrum fyrir framan sig og völdu þau eina mynd sem þau síðan teiknuðu eftir og klipptu síðan sjálf út. Börnin eru líka búin að mála hlöðu/bóndabæ en þau eru ekki búin að ákveða enn hvort þetta verði hlaða eða bóndabær. Þetta verkefni munu börnin vinna næstu vikurnar en þó munu þau taka sér smá hvíld þar sem núna styttist í páskana og því verður páskaföndur allsráðandi í myndlist hjá okkur fram að páskum.

           

      

  

Ævintýraferðir voru farnar þegar storminum lauk núna í lok mars. Við fórum í tvær ferðir, fyrst fór 2018 árgangurinn saman í ævintýraferð um nærumhverfið. Mikið af stórum bílum núna í hverfinu þar sem verið er að byggja hús og leikskóla. Eftir að hafa gengið að nýja leikskólanum sem verið er að byggja var haldið áfram og labbað á leiksvæði ekki langt frá. 2019 árgangurinn fór síðan saman í ævintýraferð. Þau gengu líka um nærumhverfið og stoppuðu til að skoða nýja leikskólann sem er í byggingu. Þau enduðu líka á leiksvæði í hverfinu eins og 2018 árgangurinn.

   

              

   

Umhverfismennt

Á Tjörn höldum við áfram að flokka rusl, molta og endurnýta verðlausahluti í leik og föndur. Í haust gróðusettum við niður lauka sem eru byrjaðir að koma upp í blómabeði fyrir utan Tjörn. Þau voru mjög spennt að skoða blöðin sem eru komin upp og ætla að passa blómin. Við vinnum með að takmarka matarsóun á Akrasel og á Tjörn pössum upp á að gefa börnunum frekar oftar á diskinn en of mikið í einu.

      

    

 

Skipulagt starf er unnið með alla daga á Tjörn, þau elska að fara í Lubba og Jóga en í það starf fara öll börnin á Tjörn. 2019 árgangurinn fer að auki í könnunarleik. Í janúar byrjuðum við með Lubbalestur hjá 2019 árganginum og bókaorminn hjá 2018 árganginum. Dregið er í viku hverri eitt nafn hjá 2018 árganginum og eitt hjá 2019 árganginum á mánudögum. Á fimmtudögum koma börnin svo með bók að heiman þar sem búið er að lesa bókina fyrir börnin. Þau kynna bókina fyrir sínum árgangi og kennari les bókina með aðstoð barnsins.

      

 

 

Hægt er að skoða enn fleiri myndir frá starfinu á Tjörn í mars hér