Maí á Tjörn

Maímánuður var viðburðarríkur á Tjörn og margt skemtilegt átti sér stað.

Vorverkin hófust á fullu, börnin hjálpuðu t.d. Anneyju að hreinsa beðið fyrir utan Tjörn og taka niður grindverk sem var orðið lélegt og á að laga. Þau elska svona bras vinnu og fá þau að hjálpa okkur þegar við erum í þannig vinnu úti. Þau báru spýturnar undir öruggri leiðsögn kennara, mokuðu sandinn sem var í beðinu í hjólbörur og keyrðu í sandkassann. Var kennt að taka allt gras í burtu sem þau sáu og setja í aðra hjólböru sem þau komu svo með að tæma í ruslapoka. Sum börn voru með meirihlutann af tímanum meðan okkur í vinnunni en önnur komu til okkar öðru hverju en hlupu síðan aftur frá okkur og í leik. Börnin ráða förinni alveg sjálf og alltaf velkomið að hjálpa þegar þau vilja.

2018 árgangurinn fékk fræðslu frá Hörpu hvað gerist þegar við setjum niður kartöflur. Fyrst þarf að láta kartöflurnar spíra og setti hvert barn kartöflu í kassa.

 

 

   

Umferðavikan var í maí og fóru börnin í gönguferð þar sem farið var yfir með þeim nokkur umferðaskilti og umferðarreglurnar. Í hvert skipti sem við förum í gönguferð þá ítrekum við alltaf mikilvægi þess að stoppa við gangbraut og líta til beggja hliða þegar gengið er yfir götuna. Við lásum bækur tengdar umferðinni og hlustuðum á t.d. Krakkarnir í Kátugötu í samverustundum.

       

Ávaxtavika var á Akrasel í maí og komu börnin með einn ávöxt að heiman hvern dag. Í ávaxtavikunni höfum við unnið með ávaxtaþema. Börnin teiknuðu mynd af ávöxt. Við höfum rætt um ávexti og hlustað á Ávaxtakörfuna. Takk fyrir að taka þátt með okkur kæru foreldrar.

 

  

Berg heimsótt: Í annarri viku maímánaðar fór Berg í útskriftaferð og notuðum við á Tjörn tækifærið til að leyfa börnunum að heimsækja deildina. En eftir sumarfrí fara börnin á Tjörn yfir á Berg. Við eyddum öllum deginum á Bergi og fannst okkur það æði :)

Gönguferð að húsinu mínu: Í maí mánuði fóru 2018 börnin í göngutúr og gengið var að heimilum barnanna í árganginum og tekin mynd af þeim við húsið sitt. Teknir voru fjórir morgnar í þessa göngutúra til að dreifa álaginu. Suma daga var gangan löng en aðeins styttri aðra daga.

Þegar 2018 árgangurinn labbaði að heimili sínu þá fór 2019 árgangurinní ævintýraferð en þá var gengið að Akraneshöllinni og þar leikið aðeins inni áður en haldið var út aftur. Þau fengu sér sæti í ÍA stúkunni og svo var farið á ærslabelginn og tækin þar hjá. . Meðan gengið var þá var farið yfir umferðarreglurnar með börnunum.

Ævintýraferð: Börn og kennar á Tjörn gengu að Byggðasafnssvæðinu í einni ævintýraferðinni. Þar var farið í leiki t.d. stórfiskaleik. Hey var á grasinu og þefuðu þau að því og fannst flestum barnanna lyktin ekki góð. Þeim fannst æðislegt að kasta heyinu upp yfir sig. Við fundum blóm sem við skoðuðum og þefuðum af. Skoðuðum Sigurfara og síðan lékum við okkur aðeins á Byggðasafnssvæðinu. Það komu margar skemmtilegar sögur frá börnunum. Rauða húsið þar voru unglingarnir alltaf hjá nokkrum krökkum meðan þar bjó skrýmsli inni hjá öðrum.

   

 

Sumarhátíð foreldrafélagsins var haldin á miðvikudaginn 25. maí. Íþróttaálfurinn kom í heimsókn kl. 13.30 ásamt Sollu stirðu við mikinn fögnuð barnanna. Klukkan 14.00 grillaði foreldraráð og foreldrarfélagið pylsur fyrir alla.

Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti leikskólanum sjötta Grænfánann og staðfestinguna að við séum fyrsti UNESCO leikskólinn á Íslandi. Þetta er gífurlegur heiður og sýnir hve magnað starf við erum að vinna hérna á Akrasel. Anney brennur fyrir þessu málefni ásamt Guðrúnu og hafa þær smitað áhugann og þekkinguna yfir til okkar starfsmannanna. Afraksturinn er þessi stóra viðurkenning sem leikskólinn fékk þann 25. maí.

Sumarhátíð foreldrafélagsins gekk rosalega vel og var gaman að sjá og hitta foreldrana, ömmur og afa sem mættu á hátíðina. Það var líka einstaklega gaman að þennan dag fengu foreldrar og aðrir ættingjar leyfi til að koma inn á Tjörn og skoða flottu deildina okkar :)

Í maímánuði kláruðum við allt skipulagt starf vetrarins og núna tekur við sumarstarfið sem mun einkennast af útiveru, gönguferðum og öllu því sem okkur langar að gera þann daginn eða vikuna. 

Hægt er að skoða fleiri myndir frá maístarfinu á Tjörn HÉR