Júní/júli á Tjörn

Júní og júlí mánuður á Tjörn:

Það er búið að vera mikið um að vera síðustu vikurnar á Tjörn. Notið okkar í leik úti sem inni, ævintýraferðir og gönguferðir. 

Hérna eru nokkrar myndir frá starfinu okkar í júní mánuði og fyrstu dagana í júlí. 

Enn fleiri myndir er hægt að skoða í sway skjalinu HÉR

Starfsfólkið á Tjörn þakkar foreldrum og börnum á Tjörn fyrir samstarfið.

Fyrir hönd starfsfólk Tjarnar

Ella Þóra

Bóndabærinn og dýrin:

Við kláruðum bóndabæinn okkar og börnin settu dýrin sín á þann stað sem þau völdu sjálf. Bóndabærinn hefur verið uppi á hillu inni á Tjörn núna í júní mánuði.

   

Umhverfismennt: Við vinnum alla daga beint og óbeint með umhverfismenntina. Einn morguninn hjálpuðu börnin sem voru mætt Hörpu kennara að vökva blómin sem við settum niður í byrjun júní. Jafnframt þurfti að umpotta einu blómi yfir í stóran blómapott og duglegu börnin á Tjörn hjálpuðu til við það. Við gefum ormunum að borða reglulega og fá börnin alltaf að hjálpa okkur við það. Börnin eru dugleg að koma með okkur að tæma moltutunnuna í jargerði

.  

 

17.júní: Við hlustuðum á 17. júní lagið og gerðu börnin kórónu. Þau máluðu hana með litunum í íslenska fánanum.

 

Skynjunarbraut: Einn morgun júnímánaðar var sett upp skynjunarbraut fyrir börnin á Tjörn úti á palli. Börnin gengu á rifinn pappa af eggjabökkum, stálull, perlur, hrísgrjón, haframjöl, sandur og svo enduðu þau öll á að stíga ofan í vatnið og skola af sér. Börnunum fannst þetta mjög gaman og þegar ég spurði þau hvað hafi verið skrítið að standa á voru svörin misjöfn. Flestum fannst skrítið að standa á perlunum og stálullinni.

 

   

Göngutúrar/ævintýraferðir:

Við fórum í nokkra göngutúra og ævintýraferðir í júní mánuði. 

Fimmtudaginn 30.júní fórum við í lokaferð upp í skógrækt, Hanna Reynis sem verður deildarstjóri á Bergi næsta haust kom með í ferðina ásamt Soffíu sem mun líka vera á Bergi með flottu krökkunum á Tjörn næsta haust. Lagt var af stað upp úr kl. níu þann morguninn og komið heim aftur að verða hálf eitt. Margt var brallað og mikil gleði. En við grilluðum pylsur og borðuðum úti áður en við héldum í leikskólann aftur og beint í hvíld. 

 

 

 

 

   

Útivera: Við höfum nýtt þá góðviðrisdaga sem komu í júní/júlí í botn með mikilli útiveru þá daga. En þó það hafi verið rigning og rok þá förum við auðvitað út líka. Enda alltaf gaman að hoppa í pollunum og leika með rigningavatnið.

Frjáls leikur: