janúar 2022

Nýja árið fer vel í okkur öll á Tjörn. Þegar börnin komu í leikskólann aftur á nýju ári þá kynntum við þeim fyrir bangsanum Blæ. Í samverstund sama dag var ákveðin viðhöfn þegar börnin skiluðu kúrudýrum og böngsum til kennara og fengu hvert og eitt sinn Blæ. Blæ er merktur hverju barni og mun Blæ fylgja þeim út leikskólagönguna á Akrasel. Hægt er að lesa meira um Blæ og hugmyndafræði hennar á heimasíðu Barnaheils. Um Vináttu | Barnaheill Bóndadagurinn var haldinn á Tjörn, kjötsúpa var í matinn og höfðu öll börnin á Tjörn teiknað mynd af karlmönnunum í þeirra lífi, mynd af öfum og pöbbum voru hengdar upp í gluggann inni á litlu Tjörn svo allir geta skoðað listaverkin. Við héldum upp á rafmangslausan daginn. Börnin komu með vasaljós að heiman og slökkt var á ljósunum á Akrasel, í hádeginu var skyr eldhúsið eldaði ekki heitan mat þennan daginn. Nokkur börn hjálpuðu til við að tæma endurvinnslukassana inni á deild. Settu þau pappír og plast í poka og fóru svo börn með það út i endurvinnslutunnu. Í janúar fóru svo nokkur börn í göngutúr hérna í nærumhverfið með poka til að týna upp rusl sem þau sáu í göngutúrnum. Umhverfissáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarvísir í okkar starfi inni á Akrasel, jafnframt er Barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna mikilvægur leiðarvísir í okkar starfi. Við höfum náð að flétta alla þessa þætti inn í okkar daglega starf. 

Hægt er að skoða enn fleiri myndir af starfinu á Tjörn HÉR

Börnin voru öll mjög spennt að fá Blæ 

 

Við fengum nýjan sófa inn á Tjörn, börnin voru ekki lengi að byrja að leika sér með pappann. 

       

Við héldum upp á rafmagnslausa daginn

     

Héldum upp á Bóndadaginn og Þorrann

Snjórinn kom við mikinn fögnuð barnanna

    

Frjáls leikur inni á deild er líka mikilvægur

     

Börnin fóru í göngutúr og einn hópur fékk poka og týndi rusl á leiðinni. Fullur poki kom með til baka í leikskólann

   

 

Föndur

Hérna eru börnin að búa til hljóðfæri úr endurvinnanlegum efnivið. Tómar plastflöskur að heima og efnisbútar sem leikskólanum var gefið. 

   

Ormarnir þurfa að fá að borða reglulega. Börnin alltaf jafn dugleg að hjálpa til við að gefa þeim að borða.

Við erum með kassa inni á Tjörn sem við setjum í plast og pappír. Börnin hjálpa okkur að tæma úr kassanum yfir í glæran poka og svo fara þau með kennara að henda pokanum í grænu ruslatunnuna.