Febrúar 2022 á Tjörn

Febrúar var viðburðaríkur hjá okkur á Tjörn.

Dagur leikskólans

Við héldum upp á dag leikskólans föstudaginn 4. febrúar og mættu börnin og starfsfólkið á Tjörn í einhverju rauðu þann daginn. Farið var í skrúðgöngu í kringum leikskólann og sungið og spilað á hljóðfæri sem börnin á Akrasel gerðu sjálf. Við á Tjörn gerðum hristur og fengum við foreldrana í lið með okkur. Börnin komu með flöskur undan drykkjarjógúrti, LGG eða smoothie að heiman. Settu þau hrísgrjón, poppbaunir eða fræ ofan í flöskuna. Lokið var límt á og skreyttu börnin svo flöskurnar með efnisbútum sem leikskólanum var gefið. Öll svona vinna er bein tenging við Umhverfissáttmála Sameinuðuþjóðanna.

     

   

112 - dagurinn. Við héldum upp á 112 daginn á Akrasel, hlustuðum á 112 lagið og kíkti sjúkrabíll aðeins í heimsókn á bílastæðið hjá okkur við mikla gleði barnanna. 

Tannverndarvika:

Valdís Marselía mamma hans Þórðar Elí á Gljúfri er tannlæknanámi. Hún kom og spjallaði við krakkana í 2018 árganginum um tannvernd og sýndi krökkunum myndband og gaf börnunum svo tannbursta og tannkrem við þökkum henni kærlega fyrir að gefa sér tíma í að koma og hitta okkur.

Íþróttaálfurinn kom í heimsókn

Á Þessi sýning var hluti af Barnamenningarhátíðinni sem var í haust á vegum Akraneskaupstaðar. Það náðist ekki að vera með þessa sýningu þá en við engum hana í staðinn 19. febrúar.

 

Konudagurinn. Við héldum upp á konudaginn á Tjörn, börnin teiknuðu mynd af konunni í þeirra lífi og svo gerðu öll börnin litríka kórónu.

 

Bolludagurinn

Við héldum upp á bolludaginn á Akrasel. Fiskibollur voru í hádeginu og svo fengu þau börn sem vildu vatnsdeigsbollu í kaffinu.

   

Tákn með Tali:

Á Tjörn notum við Tákn með tali mikið. Hvert barn á sitt tákn og hver starfsmaður á líka sitt tákn. Við erum með mynd af hverju barni á vegg inni á deild ásamt táknunum þeirra. Í hverri viku læra börnin ný tákn og t.d. þegar tannverndarvikan var þá var tákn vikunnar tennur. Þegar 112 dagurinn var þá var tákn þeirrar vikur sími. Við munum vinna með húsdýrin á deildinni næstu vikurnar og munum við þar af leiðandi innleiðan tákn fyrir húsdýrin næstu vikurnar.

Börnunum finnst mjög gaman að að skoða myndirnar af sér og táknin sín sem og annarra barna og kennaranna. 

Nokkrar myndir frá útiverunni og starfinu á Tjörn

       

     

Dósaflipar geta átt frábært framhaldslíf!

Á öllum drykkjadósum eru litlir flipar. Þessir litlu gaurar eru gerðir úr sterkri málmblöndu og þá er hægt að nota í málmbræðslu. Í Danmörku hefur í nokkur ár verið safnað fyrir stoðtækjum handa fólki sem misst hefur útlimi. Verkefnið er fjármagnað með skilagjaldi af flipum sem safnast hafa í "Dósaflipaverkefninu" Vert er að nefna að þó flipinn sé tekinn af dósinni fæst samt fullt skilagjald fyrir hana! 

 

Enn fleiri myndir frá starfinu á Tjörn er hægt að skoða nánar hér