Desember 2021

Á Tjörn heldum við áfram með skipulagt starf fram til 16. desember. Rútínan er börnum mikilvæg og héldum við henni sem lengst af á deildinni. Börnin fóru í jóga, myndlist, könnunarleik, Lubba, sal og frjáls leikur ásamt útiveru alla daga. Börnin gerðu öll jólagjafir til foreldranna, skreyttu pappírinn sem fór utan um pakkann og kortin til foreldranna. Þeim fannst þetta mjög gaman. Á mánudögum var aðventurstund á Tjörn, þá var kveikt á einu kerti og sungið. Við sungum mikið og hlustuðum á jólalög í desember í samverstundunum.

Þann 17. desember var Rauður dagur á Akrasel, við fengum Eystein álfastrák og Hulda búálf í heimsókn. Eftir leikritið kom jólasveinninn í heimsókn, Dansað var í kringum jólatréið og fengu svo öll börnin á Akrasel mandarínu.

Í janúar ætlum við að innleiða hana Blæ inn á Tjörn. ,,Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti og hvetja þau til að bregðast við því". Börnin munu öll fá einn Blæ bangsa sem þau hafa bara í leikskólanum. Hvert barn fær einn bangsa merktan sér.

Á Tjörn erum við með kassa af moltuormum sem við sjáum um að gefa reglulega að borða. Þau fá afganga af ákvöxtum frá ávaxtastundinni okkar á Tjörn. Frá þessum ormum kemur frábær mold sem við nýtum til sjálfbærni í ræktun blóma og matjurta. Þessi vinna okkar tengist beint Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Hérna koma nokkrar myndir af starfinu á Tjörn. Enn fleiri myndir er hægt að nálgast á sway HÉR

Salurinn á Akrasel er vinsæll

 

 

 

Föndrað fyrir jólin

 

Leikur inni á deild

Smákökur bakaðar 

 

Við gefum ormunum okkar að borða reglulega. Fyrst gefum við þeim epli í bunka, síðan setjum við kaffikorg, eggjaskurn og endum á að rífa niður pappír í þetta skiptið eggjabakka. 

      

 

Jólaball og leikritið Hulda búálfur og Eysteinn álfastrákur. 

  

          

2018 árgangurinn á Tjörn og Gljúfri fóru saman í óvissuferð þriðjudaginn 21. desember. Farið var upp í skógrækt, heitt kakó drukkið og smákökurnar sem voru bakaðar borðaðar