Apríl 2022

Það var mikið um að vera í apríl mánuði. Loksins kom vorveðrið og höfum við verið mikið úti í góða veðrinu.

Frjáls leikur: Mikið af frjálsum leik hjá okkur á Tjörn. Erum líka dugleg að nota salinn líka og fara í þrautabrautiir þar inni.

 

 

      

Páskaundirbúningur: Við notuðum myndlistina til að gera páskaskraut fyrir þessa páskana. Hægt er að sjá á heimasíðu okkar undir Tjörn myndir af ferlinu þegar börnin voru að föndra, hérna er tengill á páskaföndrið.

Myndlist: Vinnan við bóndabæinn gengur mjög vel, búið er að mála húsið, hlöðuna, gerðið og fjárhúsið. Næst á dagskrá er að mála dýrin og setja þau síðan á sinn stað.

   

Umhverfismennt/gróðursetning: Í okkar daglega starfi er mikið unnið með umhverfismennt. Ávexti og brauð eru sett í moltutunnuna okkar inni á deild. Þau hjálpa okkur svo að tæma moltutunnuna úti í Jargerði. Flokkunin er líka gerð inni á deild með börnunum og þegar búið er að setja pappír og plast í poka þá kemur barn/börn með okkur að setja pokana í viðeigandi tunnur úti. Vorverkin eru hafin á fullu. Börnin eru byrjuð að sá laukum og á hverju vori sá börnin blóma-/grænmetisfræjum og taka síðan með sér heim. Þau fá að velja sjálf úr góðu úrvali af blóma-/grænmetisfræjum sem leikskólinn á. Við höfum verið að fylgjast með laukunum sem við settum niður í haust koma upp. Páskaliljurnar okkar eru farnar að blómstra ásamt fleirum. Núna erum við að kenna börnunum að leika ekki í blómabeðunum og að það megi horfa á fallegu blómin en ekki taka.

   

       

    

 Útivera: Við höfum verið mikið úti núna í apríl, bæði leikið úti á leikskólalóðinni eða farið í gönguferðir.

Skipulagt starf: Jóga, Lubbi og könnunarleikur eru á dagskrá hjá okkur í hverri viku.  

Árgangahittingur:  Í lok apríl var árgangahittingur leikskólanna á Akranesi. 2018 árgangurinn hittist allur í Akrasel og gengu 2019 árgangurinn yfir á Vallarsel. 

 

Fleiri myndir frá starfinu á Tjörn er hægt að skoða hér