Ágúst 2021 á Tjörn

Flutningur barnanna frá Læk yfir á Tjörn gekk mjög vel. Börnin una sér öll vel á Tjörn og við starfsfólkið notuðum tímann til að kynnast börnunum. Skipulagt starf er ekki enn hafið og var mikið um frjálsan leik og útiveru í ágúst. Jafnframt var 2018 árgangnum sýndir ormarnir og fengu góða fræðslu hjá Hörpu um hvernig á að hugsa um þá og hvað á að gefa þeim að borða. 2019 árgangurinn fær ormafræðslu eftir áramót. Ormavinnan á Akrasel tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna að því leiti að við getum nýtt moldinna þeirra til sjálfbærni í ræktun blóma og matjurta. 

Fleiri myndir af starfinu á Tjörn í ágúst er hægt að nálgast hér