Nóvember á Tjörn

Í nóvember er búið að vera mikið um að vera hjá okkur og tíminn líður ansi hratt. Við byrjuðum að undirbúa jólin og einkenndist mánuðurinn því mikið af því og var því mikið föndrað í bland við daglegt starf.

Fleiri myndir frá starfinu okkar má sjá hér

Í byrjun nóvember var vinavika hér á leikskólanum, en þá eru tvær deildir sem eru paraðar saman og leika börnin sér saman og vinna að verkefnum.

Í ár voru við með Bergi og heppnaðist þessi vika mjög vel, börnin léku í bæði í kynjaskiptum hópum sem og blönduðum og fengu öll börn að kynnast báðum deildum. Við unnum verkefni þar sem öll börnin gerðu handafar og inn í farið voru settir þjóðfánar barnanna sem við síðan röðuðum í kringum mynd af jörð sem táknaði að við erum öll vinir sama hvaða við komum.

Hægt er að sjá fleiri myndir frá starfinu okkar hér