Nýja árið fer vel af stað og höfum við haldið okkar striki í skipulögðu starfi.
Við héldum upp á rafmangslausan daginn. Börnin komu með vasaljós að heiman og slökkt var á ljósunum á Akrasel og lékum við okkur með þau.
Bóndadagurinn var haldinn og loksins gátum við boðið öllum karlmönnum í lífi barnanna í morgunkaffi á leikskólanum. Það var mikil stemning og mjög gaman að sjá hve margir sáu sér fært að mæta.
Hér eru myndir frá starfinu okkar