Tíminn líður áfram og við höfum alltaf nóg að gera.
Í febrúar héldum við upp á dag leikskólans með því að föndra hljóðfæri og fara í skrúðgöngu í kringum leikskólalóðina.
Við héldum upp á konudaginn og buðum mömmum, ömmum og frænkum í kaffi og á myndlistasýningu.
Við héldum upp á bolludaginn á Akrasel. Fiskibollur voru í hádeginu og svo fengu þau börn sem vildu vatnsdeigsbollu í kaffinu.
Svo héldum við auðvitað upp á aðaldaginn ... öskudaginn og mættu hingað allskonar fígúrur, við slógum köttinn úr tunnunni, fengum rúsínur og héldum smá öskudagsball.
Hægt er að sjá fleiri myndir hér