Í desember var mikið að gera hjá okkur á Tjörn, við héldum okkar skipulagða starfi megnið að mánuðinum þar sem rútínan er svo mikilvæg. Börnin fóru í jóga, myndlist, könnunarleik, Lubba, sal og frjáls leik ásamt útiveru alla daga. Auk þess héldum við áfram að föndra jólagjafir handa foreldrum, sem börnunum fannst mjög gaman.
Þann 16. desember var rauður dagur á Akrasel, við sáum leiksýninguna Strákurinn sem týndi jólunum. Eftir leikritið komujólasveinar í heimsókn og við dönsuðum í kringum jólatréð, eftir jólaballið komu jólasveinarnir í heimsókn til okkar inn á deild og gáfu börnunum mandarínur.
Hægt er að sjá fleiri myndir frá starfinu okkar hér