Október á Kletti
Við brölluðum margt saman í október á Kletti. Við til dæmis tókum upp kartöflurnar sem við settum niður í vor, skoluðum þær vel og fengum þær svo í matinn daginn eftir.
Við fórum í nokkrar ævintýraferðir.
Við bjuggum til stafina okkar í Lubbastund úr okkur sjálfum.
Fórum í göngutúr á Langasand og á Byggðasafnið
Svo var haldið upp á hrekkjavökuna í lok október en þá mættu margar furðuverur í leikskólann.
Til þess að sjá fleiri myndir geta smellt hér.