Nóvember og desember á Kletti

Við brölluðum margt í nóvember og desember á Kletti en báðir mánuðirnir fóru meira en minna í jólagjafaföndur og leik. Við felltum niður skipulagt starf í byrjun desember og höfum átt notalegar stundir í leik, sögur og alls kyns meira skemmtilegt.

Vinaleikskóli

Við ræddum saman og punktuðum niður hvað það merkir fyrir okkur að vera í vinaleikskóla. Erla fór yfir með okkur hvað vinir gera og hvað við getum gert sem fellur undir hugtakið. Einnig fórum við yfir það hvað vinir eiga ekki að gera. Við enduðum svo á því að gera vinasáttmála þar sem börnin lituðu sig og límdu á plaggið ef þau vildu samþykkja og vinna eftir sáttmálanum.

 

Ævintýraferðir

           

 

Við fórum og fengum að sjá þegar kveikt var á jólatrénu á torginu

                   

 

Við tókum inn forvarnaverkefni gegn einelti sem kallast vinaBlær og allir fengu litla Blæ bangsa í skúffurnar sínar.

Við föndruðum jólatré, aðventukrans og gerðum jóladagatal

   

 

Það var rauður dagur og jólaball hjá okkur

   

 

Svo lékum við okkur helling saman frjálst. Fyrir fleiri myndir má smella hér.