Ágúst á Kletti

Ágúst á Kletti

Í ágúst kynntumst við nýju deildinni okkar og lékum með nýja dótið.

 

Við fórum í göngutúra

 

 

Í ágúst lærðum við mikið um tröll. Við lærðum trölladans, lásum bókina um Flumbru tröllskessu, heyrðum söguna um tröllskessurnar Jóku, Elínu og Höllu, æfðum okkur að syngja lagið um Bullutröllin og enduðum svo á því að föndra tröll sem voru orðin að steini.

 

 

Á kletti erum við með hlaðborð í matartímanum þar sem börnin skammta sér sjálf á diskinn og velja sér svo sæti sjálf með þeim sem þau vilja borða með. Börnin eru orðin ansi flink að labba með fulla diska, skammta sér sjálf og hella vatni í glösin sín.

 

 

Ágúst var góður mánuður á Kletti og við hlökkum mikið til að byrja í skipulögðu starfi sem inniheldur jóga, lubbastundir, göngutúra og ævintýraferðir :)

Hér má sjá fleiri myndir frá ágúst.