September á Gljúfri

Við byrjuðum í hópastarfi í þessum mánuði, þannig að allir eru byrjaðir í Lubba, jóga, hreyfingu í sal, einingakubbum og fl. Við erum búin að fara í nokkrar gönguferðir, en færri en við ætlum. Svona er bara leikskólalífið við vitum ekki endilega hvað dagurinn færir okkur og plön breytast. Börnin ykkar eru samt að sjálfsögðu alltaf í brennidepli. Okkur finnst núna að krakkarnir séu orðinr mjög öryggir með sig á nýju deildinni sinni og þau alltaf að vera duglegri í að gera sjálf. Foreldraviðtöl eru áætluð á næstu vikum, verður betur auglýst síðar. Ykkur er alltaf velkomið að hringja, senda tölvupóst eða skilaboð í gegn um völu ef það er eitthvað sem þið viljið ræða við okkur. Fleir myndir hér