Nóvember á Gljúfri

Það var mikið að gera hjá okkur í nóvember Við fórum í okkar hefðbundna starf, Lubbi, Jóga, myndsköpun, einingakubba, salinn og gönguferðir. það greip svo um sig perluæði á deildinni, og krakkanir eru líka orðin ferlega flíkn að pússla. Við fengum lítið trampólín á Gljúfur þannig að það er alltaf hægt að hopp smá ef hreyfiþörfin er mikil. Við fórum í rútferð niður á torg þar sem við fengum kakó og piparkökur og horfðum á þegar tendtað var á jólatrénu á Akratorgi. Svo loksins kom snjórinn sem gladdi okkar fólk mikið. Fleiri myndir eru hér