Mars á Gljúfri

Mars á Gljúfri

Mars er búin að þjóta frá okkur með fullt af skemmtilegum verkefnum. Hann byrjaði náttúrulega með bombu. Saltkjöt og baunir túkall. Já, Sprengidagurinn var númer eitt og þar á eftir kom næst skemmtilegasti dagurinn á árinu Öskudagurinn (Hrekkjavakann er skemmtilegri að mati barnanna). Það var að sjálfsögðu mikið fjör, þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni, rúsínur, dansað í salnum, búningar og skemmtilegheit.

Við fengum til okkar nema í leikskólakennarafræðum sem var hjá okkur í 4 vikur Elín Guðrún Tómasdóttir og hún er búin að vera með börnunum í skemmtilegum verkefnum tengd, hjálpsemi og umhverfismennt (lífbreytileika, ormum og sáningu) myndir hér

14- 18 mars vorum við með jóga og vináttuviku þar sem við fórum í jóga og lékum við vini okkar á tjörn. Það gekk mjög vel og var skemmtilegt. Myndir hér

Það hafa verið smávægilegar starfsmannbreytingar hjá okkur en Eyrún okkar kvaddi okkur í byrjun mars og Heiðrún kom til baka úr fæðingarorlofi 1. Apríl í milli tíðinni voru Ísabella og Sóldís okkur innan handa en núna eru á deildinni Rós, Gerður, Helga Dóra, Telma, María og Heiðrún.

Dósaflipaverkefnið okkar er ennþá í fullum gangi, Við erum búin að fylla heila krukku og stefnum á að fylla margar endilega leyfið börnunum að koma með flipa til okkar.

Það voru líka afmælisbörn og bókaormar í mars

Aþena Rán 6. mars og Steinar Þór 17, mars. Við óskum þeim til hamingju

 

Bókaormar mánaðarins voru Steinar, Baltasar Emil, Daníl Orri og Stella

Fleirri myndir frá Mars eru hér