maí á Gljúfri

Maí

Þetta hefur verið viðburðaríkur mánuður. Við byrjuðum á umferðaviku. Í henni heimsóttum við hús flestra barnanna á Gljúfri. Fórum í 2 strætóferðir og æfðum okkur svo að ganga úti í umferðinni. Við kláruðum húsaheimsóknir 31 maí. Myndir frá þessum gönguferðum má finna hér

Ávaxtavika var líka alveg frábær og kærar þakkir fyrir taka svona góðan þátt í henni. Hér var veisla á hverjum degi og krakkarnir mjög ánægð og spennt að fá að bjóða vinum sínum upp á ávexti. Við hjálpuðums að við að gera garðinn okkar fínan og settum niður kartöflur.

Við fylgdumst með eurovision og héldum okkar eigin eurovisionkeppni

Auk alls þess hefðbundna sem við gerum alltaf. Lubbi, jóga, salur, gönguferðir ofl héldum við mikla hátíð. Myndir frá mai má finna hér

25 maí var sumarhátíð á leikskólanum. Fyrir hádegi þann dag skreyttum við garðinn okkar, eftir hád komu íþróttaálfurinn og og Solla stirða í heimsókn. Í öllum alvöru veislum eru pylsur og auðvitað fengum við okkursvoleiðis. Svo komu forseti Íslands hr Guðni Th Jóhannesson og bæjarstjórinn okkar hann Sævar Freyr Þránisson ásamt fólki frá bæði landvernd og unesco skólum. Forsetinn og elsti árgangurinn á leikskólanum drógu sjötta grænfánann okkar að húni og einnig fengum við á Akraseli vottun um að vera UNESCO leikskóli. Sá fyrsti á Íslandi. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og þökkum við ykkur öllum sem komu og tóku þátt í veisluhöldunum með okkur. Myndir frá deginum má finna hér

Við óskum líka öllum maístjörnunum okkar til hamingju með daginn sinn.

11. maí

Baltasar Leon                 og              Ólöf Marín

   

13. maí Marey Munda                      24. maí Sigmundur Þór

            

 

Ekki má gleyma bókaormunum