Júní/Júlí á Gljúfri

Júní á Gljúfri

Þessi mánuður hefur að mestu verið tileinkaður útiveru, enda sumar og alltaf frábært veður. Við höfum ýmist verið hér úti í garðinum okkar eða farið í ferðir. Við höfum m.a. kíkt á lóðina á Vallaseli, á róló í Skógarhverfi, Grundaskóla lóð og fl

Í síðustu viku fórum við í skógræktina og áttum þar góðan dag þar sem við grilluðum pylsur og lékum okkur í fótbolta, tjöldum með dúkkur, klifruðum í trjánum og héldum útidiskó.

Við fórum svo og hjálpuðum Sævari bæjarstjóra að setja Írska daga. Við fengum kleinur og svala og Lína langsokkur kom og skemmti okkur. Krakkarnir voru ótrúlega dugleg að labba því þau gengu báðar leiðir á leiðinni heim vorum við samferða krökkunum á Bergi allir fengu einn vin að leiða og það gekk alveg súper vel.Fullt af myndum frá júní og júlí má finn hér

Síðan kvöddum við einn góðan vin því hann Ægir okkar ætlar að færa sig yfir á Teigasel eftir sumarfrí og við þökkum honum fyrir samveruna og óskum honum alls hinns besta. Við þökkum líka fjölskyldu kærlega fyrir góða samvinnu.

Síðustu bókaormar vetrarins komu með bækurnar sínar.

Kári og Baltasar Leon

Við héldum upp á afmælið hennar Guðrúnar Birgittu áður en hún fór í sumarfrí en hún á afmæli 8, júlí og í dag ætlum við að halda upp á afmælið hans Adams en hann á afmæli í dag.

Við á Gljúfri þökkum fyrir sanvinnuna í vetur og vonum að þið njótið sumarfrísins.

Sumarkveðja

Rós, Gerður, Heiðrún, María Rós, Helga Dóra, Telma og Sóldís