Janúar á Gljúfri

Þá er þessi fyrsti mánuður ársins á enda með öllum sínum hæðum, lægðum, gulum veðurviðvörunum og covid. Við förum alltaf út daglega en þegar það er gul viðvörun förum við aldrei í gönguferð skreppum þá bara í stutta útiveru í garðinum bara til að fylla lungun af fersku lofti. Þannig að þær hafa ekki verið eins margar gönguferðirna í janúar og til stóð. Við erum búin að halda upp á nokkur 4. ára afmæli en Stella Eir átti afmæli 15 jan, Þórður Marselíus 18 jan, Rökkvi Þór 20 jan og Kári 22 jan.

Við kynntum hann Blæ til sögunnar og öll börnin eiga nú sinn egin litla Blæ og nánari uppl um Blæ verkefni má finna hér

Við byrjuðum líka með bókaorminn og það hefur farið skemmtilega af stað og núna í dag drögum við 4 bókaorminn.

14 janúar var rafmagnslaus dagur hjá okkur og það var heldur betur gaman að fá að leika með vasaljós og borða skyr.

Á Bóndadaginn settu krakkanir upp smá myndlistasýningu í gluggunum á litla Gljúfri, myndefnið var pabbi eða afi og börnin svöruðu nokkrum spurningum tengdar feðrum eða öfum sínum. Stelpurnar voru búnar að föndra hálsmen fyrir strákanna sem þær gáfu þeim í tilefni dagsins. Og auðvitað var borðaður þjóðlegur matur. Kjötsúpa!

Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir að taka svona virkan þátt í dósaflipaverkefninu með okkur og endilega leyfið börnunum áfram að koma með flipa í leikskólann.

Í dag byrjar tannverndarvika. Við ætlum að syngja lög sem tengjast tannvernd, hlusta á Karíus og Baktus og prinsessuna í sælgætislandi. Tala um hvað er gott og vont fyrir tennurnar og svo kemur leynigestur til að fræða börnin um tannvernd á fimmtudaginn.

fleirri myndir hér