Febrúar á Gljúfri

Febrúar á Gljúfri

Þau voru nokkur sem urðu fjögura ára í febrúar og við óskum þeim til hamingju með daginn sinn.

Lea n og Svava Maren 6 feb 

Þórður Elí 9 feb

Eirún Signý 14 feb

Daníel Orri 16 feb

Sólrún Eva 22 feb

Baltasar Emil 25 feb

Mánuðirnn byrjaði á tannverndaviku. Við ræddum um hvað væri gott og vont fyrir tennurnar, lásum bækur tengdar efninu og hlustuðum á Karíus og Baktus og Glám og skrám í sælgætislandi. Hápunkturinn var þegar Valdís Marselía tannlæknanemi (mamma hans Þórðar Elí) kom og talaði um tannverd og sýndi myndbönd. Hún gaf börnunum tannbursta og tannkrem sem vakti mikla lukku og þökkum við kærlega fyrir það.

1-1-2 daginn héldum við 11 feb. Við ræddum mikið um að það ætti að hringja 1-1-2 ef að þörf væri á sjúkrabíl, slökkvuliðinu, lögreglu eða björgunarsveitina. Við sungum 1-1-2 lagið sem hægt er að finna á youtube. Sjúkrabíllinn kom á planið hjá okkur og kveikti á sírenum.

18 febrúar fengum við svo heldur betur góða gesti en þá komu Íþróttaálfurinn og Solla stirða og fóru í leiki í salnum með krökkunum. Það var sko mikið fjör.

Við héldum upp á konudaginn 18. Febrúar. Við gátum því miður ekki boðið konunum í lífi barnanna í morgunkaffi eins og hefð er fyrir á þessum degi. Krakkarnir teiknuðu mynd af mömmu sinni og þær myndir eru til sýnis í glugganum á Gljúfri. Strákarnir voru búnir að föndara blóm fyrir stelpurnar sem þeir afhenntu þeim.

Að sjálfsögðu fórum við í allt þetta vanalega, Bókaorminn, Lubba, Jóga, Salinn og önnur verkefni, við höfum lítið farið í gönguferðir vegna veðurs, en förum alltaf út á hverjum degi. Það var líka gaman að fá svona alvöru snjó og einu sinni fylltum við sullukarið okkar af snjó og máluðum snjóinn með vatnslitum. Annars hefur þessi mánuður verið hin undarlegasti vegna Covid hefur vantað bæði börn og starfsfólk. Fleirri myndir hér