Desember á Gljúfur

Heil og sæl öll og gleðilega hátíð.

Í desember umturnast oft veröld ungra barna, mikil spenna og allt svo skemmtilegt. Við ákváðum að á leikskólanum væri best að halda okkur við rútínu sem mest og vorum í skipulögðu starfi jóga, sal, Lubba, myndsköpun, gönguferðum og útiveru alveg til 16. des. 17 des var rauður dagur hjá okkur með öllu tilheyrandi og síðustu vikuna fyrir jól var það útiveran sem var í fyrsta sæti, gott að geta losað um smá spennu.

Auðvitað jóluðumst við nú samt, allir bjuggu til jólagjöf fyrir foreldra sína, við bökuðum smákökur, vorum viðstödd þegar að ljósin voru tendruð á jólatrénu á Akratorgi, héldum jólaball, sáum sýningu um þau Eystein álfastrák og Huldu búálf sem komu til að dreifa jólagleði, sungum jólalög og lásum um jólasveinanna. Allur 2018 árgangurinn börn af Tjörn og Gljúfri skellti sér í kakó og kökuferð í Garðalund þaðr sem við skoðuðum það sem eftir var að ljósunum hans Gutta og borðuðum kökurnar sem börnin höfðu bakað.

Við sendum öll teppi, bangsa og sængur heim í þvott fyrir jólin. Eftir áramót væri gott að fá teppin aftur því allir fara í 30 mínútna hvíld á hverjum degi. Eins væri gott að ef þau sem hafa verið með sængur kæmu með teppi í stað sængur.

Eftir áramót ætlum við að byrja að vinna með lífsleikni kennsluefni frá barnaheill sem heitir vinátta en þar er unnið með bangsa sem heitir Blær. Allir krakkarnir fá sinn eigin Blæ bangsa sem þau munu eiga í leikskólanum, þannig að við biðjum ykkur um að senda krakkana ekki með bangsa í leikskólann eftir áramót.

Eftir áramót ætlar Lubbi að heimsækja krakkana og við biðjum ykkur um að lesa bók með Lubba og koma svo með bókina og Lubba í leikskólann, þar sem bókin verður lesin fyrir allan hópinn. Þetta verður kynnt betur síðar.

Það hefur verið virkilega skemmtilegt að kynnast börnunum ykkar í vetur. Margir litlir sigrar hafa unnist þar sem að kröfurnar til þeirra um sjálfshjálp og færni í samskiptum urðu meir eftir að þau fluttu yfir á stóru deildina.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum samstarfið það sem af er vetri, hlökkum til að vinna áfram með gullmolunum ykkar á nýju ári.

Jólakveðjur frá Gljúfri

Rós, Gerður, Eyrún, Helga Dóra, María og Telma

Fleiri myndir hér