Ágúst á Gljúfri

Það var gott að koma á leikskólann eftir sumarfrí. Börnin stækkuðu líka heil mikið við að flytja sig yfir á „stóru“ deildina. Á stóru þarf maður að gera ALLT sjálfur og krakkarnir eru að æfa sig að gera sjálf núna og það getur sko verið puð. Við höfum notað þennan mánuð til að kynnast og þekkjumst núna öll orðið nokkuð vel. Við fórum nánast daglega í gönguferðir ýmist með allan hópinn eða hluta af honum. Við fórum á alla róluvelli í nágrenninu, safnasvæðið og á grundaskólalóðina. Fleiri myndir hér