Október 2022

Október mættur og haustið farið að minna vel á sig. Við höfum verið dugleg í frjálsum leik og skipulögðu starfi. Skólaheimsóknir hafa verið á Kletti og því féllu ævintýraferðir fallið niður þá daga sem skólaheimsóknin átti sér stað.

Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur á Bergi og komu börn og starfsfólk í einhverju bleiku.

Uppistand í samverustund: Börnin báðu um að fá að segja brandara og í samverustund daginn eftir að óskin kom fram þá fengu þau börn sem vildu koma fram og segja brandara fyrir framan hópinn. Þau voru svo dugleg og þó ekki hafi öll sagt brandara þá settust þau lang flest í stólinn í smá stund og fyrir marga er það stór sigur.

Við erum ennþá að vinna með alheiminn og þann 13. og 14. október vorum við með nema frá Háskólanum á Akureyri. Sabah kemur frá Sýrlandi og á föstudaginn las hún sögu fyrir börnin á arabísku.

 

Ævintýraferðir

Eftir að skólaheimsóknum lauk byrjuðu ævintýraferðirnar að nýju enda finnst börnunum mjög gaman í skógræktinni. Þar er mikið um leik úr efnivið sem þar er. Umhverfismennt og leikur er mikilvægur hluti í okkar starfi. Börnin vinna með mismunandi þemu í viku hverri í ævintýraferðunum. En við gefum þeim líka tækifæri á að fara í frjálsan leik með þeim efniviði sem þar er.

        

 

 

 

Skipulagt starf

Skipulagt starf hefur gengið vel á Bergi, Lubbi er alltaf á sínum stað og svo eru börnin í jóga og myndlist. Í myndsköpun var Hrekkjavakan undirbúin en börnin gerðu grasker og drauga.

Börnin gerðu öll mynd af húsinu sínu en þessi flotta vinna tengist beint inn í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna en þessi vinna tengist 27. greininni, næring, föt og öruggt heimili og 6. greininni, réttur til lífs og þroska. Eitt af markmiðum þessarar vinnu var líka að auka orðaforða barnanna. Á borðið voru settar myndir af einbýli, fjölbýli, parhúsi og sumarbústað.Þau voru spurð í hvernig húsi þau byggju og svo teiknuðu þau mynd af húsinu sínu. Mörg barnanna voru ekki örugg með þessi hugtök og væri gott að fá hjálp frá ykkur og útskýra fyrir þeim í hvernig húsi þið búið í.

  

    

   

  •  

2018 hópurinn var með á Vökudögum og héngu myndir þeirra upp í Bónus. Þemað var Fjölskyldan mín.  Þetta þema tengist líka inn á Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna nr. 5 Leiðsögn fjölskyldu, nr. 6 Líf og þroski og nr.18 Ábyrgð foreldra

Flæði á milli deilda

Þegar skólaheimsóknirnar voru á Kletti og ævintýraferðirnar féllu niður byrjuðum við á Hömrum að hafa opið á milli deilda. Það þýðir að hvert barn getur valið sér leiksvæði á öllum þremur deildunum (Berg, Gljúfur og Klettur). Börnin geta farið á milli deilda og þar af leiðandi prófað önnur leikefni og kynnst fleiri börnum og kennurum sem okkur finnst skemmtilegasti kosturinn. Börnunum fannst þetta vera skemmtileg tilbreyting og ákváðum við að hafa opið hús einu sinni í viku. Opið hús verður ýmist á miðvikudegi, fimmtudegi eða föstudegi.

    

 

Haldið var upp á Alþjóðlega bangsadaginn á Bergi og mættu mörg barnanna með bangsa að heima og önnur börn fengu að hafa Blæ hjá sér allan daginn. Fullt af böngsum fóru í ævintýraferð með Tré- og fjallahópnum upp í skógrækt.

Hrekkjuvaka

Mikil gleði var á Bergi á Hrekkjavökunni á Hömrum

 

   

Fleiri myndir frá starfinu á Bergi í október er hægt að skoða hér