- Starfsfólk
- Viðburðir
- Klettur
- Berg
- Gljúfur
- Mýri
- Tjörn
- Lækur
- Starfið
- Sagan okkar
- Farsæld í þágu barna
- Ævintýraferðir
Umhverfismennt:
Í lok okt/byrjun nóv. tókum við upp kartöflurnar sem við settum niður í vor. Börnunum fannst mjög gaman að hjálpa til við að taka þær upp og þrífa þær, Börnin fengu svo að taka heim með sér nokkrar kartöflur í poka.
Loksins náðum við að fylla allar moltutunnurnar inni og fórum við og tæmdum í Jargerði. Nokkur börn komu með þegar Jargerður var opnuð heyrðist í þeim oj lyktin. Þau kíktu þó ofan í hana og líka ofan í moltukassann sem við vorum að tæma en þar sáu þau að það sem þau hafa hent ofan í var byrjað að mygla. Þegar búið var að tæma allt úr kassanum í Jargerði þá hjálpuðu börnin kennaranum að snú Jargerði nokkra hringi en það er mikilvægt að snúa nokkra hringi öllum Jargerðunum úti þegar tæmt er úr kassa.
Börnin hjálpa okkur alltaf að fara með pappír og plast í réttu ruslatunnurnar
Vinavika:
Vinadeild Bergs í vinaviku Akrasels er Tjörn. Vikuna 7. nóvember til 11. nóvember hittust börnin og léku sér saman og gerðu verkefni saman. Þriðjudaginn 8. nóvember hittust strákarnir inni á Tjörn eftir kaffitímann og stelpurnar hittust inni á Berg.
Vinavikan á Akrasel er alltaf á þessum tíma en dagsetningin tengd dagur gegn einelti. En við leggjum mikið upp úr að vinna með vináttu og tókum við upp Blæ meðal annars vegna þess.
Börnin gerðu öll handafar og var það sett í kringum heiminn sem börnin á Bergi gerðu í haust. Heimurinn með handafari barnanna er uppi á vegg í millirými leikskólans. Einstaklega fallegt verk og tengist það meðal annars inn á 7. grein (um nafn og ríkisfang) Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.
Dagur íslenskrar tungu: Var haldinn hátíðlegur hjá okkur á Bergi og að því tilefni teiknuðu börnin mynd af sér. Pappírinn sem var notaður að þessu sinni voru blaðsíður úr gamalli bók. Í samverum dagsins notuðum við í söng og lestur skemmtilegra bóka.
Ævintýraferðir Fílahóps : Að fara í skógræktina að Ævintýraseli er alltaf jafn gaman. Börnin njóta þess að upplifa náttúruna og umhverfið í skógræktinni á sínum forsendum. Núna síðustu tvær vikur nóvember mánaðar hefur ekki verið skipulagðar stundir í Ævintýraferðunum, börnin hafa verið mikið í frjálsum leik og er magnað að sjá og fylgjast með þegar ímyndunaraflið þeirra fær að njóta sín í botn. Sjónræningjaskip eru byggð, hús, tjöld og svo heimsækjum við reglulega álfasteininn sem við fundum ekki langt frá Ævintýraseli.
Fílahópur fór með Gljúfri í heimsókn á Smiðjuloftið einn dag í nóvember og fannst þeim öllum mjög gaman þar.
Göngu - og ævintýraferðir Músahóp: Mýsluhópur fer alltaf á þriðjudögum í ævintýra- og gönguferð með Pönduhóp á Gljúfri.
Þessar ferðir hafa gefið börnunum tækifæri að kynnast jafnöldrum sínum á öðrum deildum og hafa þau þar af leiðandi meira val um vini. Þau fara oftast á mismunandi staði en þau fá alltaf góðan tíma til þess að leika sér á hverjum stað.
Í byrjun nóvember fór Músarhópur ævintýraferð og var gengið alla leið upp í Skógrækt við mikla gleði, þar var leikið og notið náttúrunnar.
Þriðjudaginn 15.november Farið var í gönguferð með Pöndum á Gljúfri. Markmið ferðarinnar var steinaleit. Krakkarnir völdu sér tvo steina sem þau vildu nota í föndrið og geymdu þá á öruggum stað á meðan þau léku sér í steinunum og klifruðu í stærri steinum sem sum börnin vildu meina að álfar ættu heima. Stóru steinarnir breyttust ýmist í bíla eða báta í leiknum hjá þeim. Farið var í leikinn "Hvað er klukkan gamli úlfur" og vá hvað sá leikur hitti vel í mark hjá þeim þó sumir hafi verið pínu smeykir og hræddir við úlfinn til að byrja með (Kennari lék úlfinn) Það var svolítið erfitt að hætta þessum leik en eftir nokkur skipti var kominn tími til að halda aftur heim á leikskólann. Það voru stolt börnsem gengu svo til baka í leikskólann með steina í hendi og þegar heim var komið var farið inn á bað og steinarnir þrifnir.
Þriðjudaginn 22. nóvember fórum við að skoða nýja leiksvæðið í Garðaseli og það vakti mikla lukku enda fullt af leiktækjum sem við höfum ekki haft aðgang að áður. Við eigum sjálfsagt eftir að fara þangað aftur síðar enda ekki löng ganga fyrir þau að fara.
Þriðjudaginn 29. nóvember fóru þau í strætóferð að skoða jólaljósin á Akranesi. Þau fóru úr strætónum á Akratorgi þar sem þau skoðuðu jólatréð, léku sér á torginu og fengu mandarínur. Nokkur börn rifjuðu upp þegar þau fóru á Akratorg til að hitta jólasveinana og kveikt var á jólatréinu. Strætó var tekinn aftur heim og börnin fylgstu með jólaljósunum og skreytingunum út um gluggann.
Undirbúningur fyrir jólin:
Annars hefur seinni hluti nóvembers aðallega farið í jólagjafaundirbúning. Búið er að gera aðstöðu fyrir verkstæði jólasveinsins í öðrum hluta salsins og þar er sko glatt á hjalla.
Söngsalur: Síðasta föstudag í hverjum mánuði erum við með sameiginlegan söngsal fyrir allan leikskólann og þá fá afmælisbörn mánaðarins afmælissöng og við syngjum saman vel valin lög undir stjórn Heiðdísar. Söngsalurinn í nóvember var að vísu aðeins öðruvísi þar sem hluti af salnum er notaður í jólaverkstæði. Krakkarnir á Lindum fengu því sinn eigin söngsal og sungu saman afmælis og jólalög. Þegar þau voru farin aftur inn á deild þá var komið að krökkunum á Hömrum sem nutu samverunnar saman í salnum, sungu og höfðu gaman.
Jólabakstur:
30. nóvember bökuðu krakkarnir jólasmákökur sem ætlaðar eru fyrir opna húsið þann 6. desember kl. 15:00. Þetta var dásamleg stund sem við áttum með krökkunum sem vönduðu sig við hverja köku. Þegar við fórum yfir hreinlætið sem þyrfti að eiga sig stað þegar maður bakar kökur að þá voru þau að sjálfsögðu með þetta allt á kristaltæru. Svo við getum með góðri samvisku sagt ykkur að þau stóðu sig með mikilli prýði.
Leikur er börnunum mikilvægur. Hérna koma nokkrar myndir af leik á Bergi