- Starfsfólk
- Viðburðir
- Klettur
- Berg
- Gljúfur
- Mýri
- Tjörn
- Lækur
- Starfið
- Sagan okkar
- Farsæld í þágu barna
- Ævintýraferðir
Leikur á Bergi:
Á Bergi er mikið um leik, börnin fá að velja sér svæði, sækja sér efnivið og svo bjóðum við börnum að koma með okkur inn í fjöru að sækja nýtt dót. Það er mjög gaman að sjá þróunina í leik barnana bara frá því í haust. Þau eru mörg hver farin að detta í mjög flottan leik. Börnin fá að fara á milli svæða en ef þau eru ekki að festast á neinu svæði þá kemur starfsmaður og býður fram aðstoð sína og grípur inn í til að aðstoða barnið með leikinn. Reynum að finna eitthvað fyrir áhugasvið allra barna. Stundum er ekkert spennandi í boði á deildinni að þeirra mati en förum við á stúfana og finnum eitthvað viðfangsefni sem heillar þau. Búið er að auka við tíma okkar á Hömrum í salnum og höfum við aðgang að salnum alla morgna núna.
Gönguferðir Fílahóps með Gljúfri:
Á mánudögum þegar Músarhópur er í stöðvavinnu með Gljúfri fara stelpurnar í Fílahóp og Gljúfri í göngutúr aðra hverja viku og leika inni á Gljúfri hina vikuna. Strákarnir í Fílahóp og á Gljúfir fara svo á móti stelpunum. Þegar stelpurnar eru í göngutúr eru strákarnir inni að leika á Gljúfri eða inni í sal.
Ævintýraferðir Fílahóps:
Vorverkin eru að hefjast í skógræktinni. Börnin hafa fengið að prufa að nota hamar og nagla við mikla gleði. Hópur barna byggðu hús í fyrstu ævintýraferð marsmánaðar. Jafnframt var byrjað að sá fræjum og að sjálfsögðu voru það börnin sem framkvæmdu það.
Það er alltaf gaman í skógræktinni og gaman að sjá börnin njóta sín í leik í því magnaða umhverfi sem skógrækt okkar Akurnesinga er.
Síðustu viku marsmánaðar var vorskóli á Kletti. Var ekki farið í skógræktina þá vikuna en í staðinn fóru Gljúfur og Berg í heimsókn á Bókasafnið, skoðuðu myndirnar sem þau gerðu fyrir sýninguna á Vetradögum og svo settumst við niður og skoðuðum bækur og las kennari bók fyrir börnin sem vildu hlusta. Við tókum strætó á bókasafnið en löbbuðum svo aftur í leikskólann og komum beint í hádegismatinn.
Heimsókn á Bókasafnið
Göngu-og/eða ævintýraferðir Músarhóps með Pöndum á Gljúfri;
Það var ansi kalt fyrstu vikurnar í mars og því var ekki farið í ferðir út af leikskólanum. Vildum vera á leikskólalóðinni því þá var hægt að fara inn ef börnunum var orðið kalt.
Þriðjudaginn 28.mars fór Músarhópur ásamt Pönduhóp á Gljúfri í ævintýraferð. Börnin tóku strætó á bókasafnið og áttu þau góðan stund á bókasafninu, skoðuðu bækur og völdu síðan nokkrar til að taka með á leikskólann. Eftir góðan tíma á bókasafninu löbbuðu börnin svo aftur á leikskólann. Það voru þreytt en hamingjusöm börn sem komu í hádegismat á Bergi.
Umhverfismennt:
Við pössum vel upp á að ormarnir okkar fái nóg að borða svo við fáum nóg af mold frá þeim í haust. Jafnframt erum við dugleg að setja hýðið af ávöxtum og brauðafganga í moltutunnuna inni á deild. Börnin eru orðin ansi dugleg að setja papprír í sér kassa og plastið í annan.
Vorverkin : Núna erum við byrjuð á vorverkunum og þann 24. mars byrjuðum við að setja niður paprikufræ sem höfðu heldur betur stækkað og lauf komið upp. Þessi blóm settum við í eggjabakka og munum svo fylgjast með þeim vaxa og dafna næstu daga eða vikur.
Börnin hafa verið og eru að föndra blómapotta úr mjólkurfernum upp á síðkastið í myndlistinni. Nokkur börn eru að byrja að sá í þær fræjum af Morgunfrú. Það verður gaman að sjá hvernig til tekst seinna í vor :)
.
Skipulagt starf:
Jóga: Jóga gengur mjög vel en börnin eru í jóga með Gljúfri í skipulögðu starfi deildanna. Mörgum barnanna hefur farið mikið fram og eru dugleg að tileinka sér möntrur og jógastöður
Lubbi: 2018: Lubba starfið gengur vel og var unnið með málhljóðin fyrir í marsmánuði
2019: Lubbastarfið gengur mjög vel og erum við með Lubba hjá músarhóp með Gljúfri. Það hefur gengið mjög vel og börnin orðin dugleg að gera málhljóðin. Í mars unnum við með málhljóðið fyrir H og E.
Sköpun: Báðir hóparnir eru í myndlist með Gljúfri. Við byrjuðum að undirbúa páskana um miðjan mars og eru börnin búin að vera að föndra páskaskraut í tímunum.
Ýmsar fréttir :
Una Laufey kom með gamla krabba með sér í leikskólann en þennan krabba fann amma hennar þegar hún var ung stelpa. Hún leyfði hinum börnunum að skoða hann við mikinn fögnuð og gleði barnanna. Miklar umræður sköpuðust um tilurð hans, hvort hann væri lifandi, dáinn eða bara ekki ekta. Hvernig hann dó, ein sagan var að stór fiskur hafi náð krabbanum og meitt hann þannig að hann dó. Var þá hafist handa við að leita að meiddinu á krabbanum.
Útivera
Við höfum notið þess að leika úti og sérstaklega eftir að vorveðrið kom.
Páskaundirbúningur: Við eru ekki eingöngu að undirbúa páskana í skipulögðu starfi heldur höfum við einnig notað tímann þegar það er leikur inni á deild og boðið börnunum að koma og föndra páskaskraut. Börnunum hefur fundist það æðislegt og notið þess að fá gæðastund með kennara í föndrinu.
Samverustundir : Við kennaranir á deildinni erum alltaf að reyna að gera samverustundirnar áhugaverðar fyrir börnin. Einn daginn ákváðum við að sækja töflu og setja inn á litla Berg. Tilgangurinn með henni var að leyfa börnunum að velja sjálf hvað ætti að vera í samverustund alla vegna einu sinni í viku til að byrja með. Í samverstundinni var útskýrt fyrir börnunum núna fengju þau að segja hvað þau vildu gera og svo myndum við kjósa. Þeim fannst þetta mjög spennandi og var hvert og eitt barn spurt hvað það langaði að gera í næstu samverustund. Þeir þættir sem fengu flest stigin voru lestur, söngur og leikir. Leikir fékk lang flest stig og sögðu börnin sama leikinn, hver er undir teppinu. Daginn eftir fórum við í leikinn hver er undir teppinu í hádegissamverustundinni. Samverustundin var ekki byrjuð þegar þau minntu kennarann á að í dag færu þau í leikinn hver er undir teppinu :)
Við höfum líka notað hádegissamverustundirnar á mánudögum í að leyfa þeim börnum sem vilja segja okkur frá hvað þau gerðu um helgina. Fyrst lesum við það sem Stjarna vikunnar gerði með Blæ um helgina og spyr kennari oft hvort þau vilja segja frá sinni helgi. Þau börn sem vilja segja frá eru orðin svo dugleg að rétta upp hendi og bíða þangað til að það kemur að þeim. Það hefur tekið tíma að leggja inn að rétta upp hendi og bíða þar til kennarinn býður þeim að tala. Sumir dagar eru betri en aðrir en framfarir eru áberandi hjá þeim í að segja frá helginni sinni. Stundum spyrjum við þau líka beint. xxx, vilt þú segja okkur frá helginni þinni ?
Eins og með allt þá ítrekum víð líka við þau að það er allt í lagi að segja nei, að þau þurfi ekki að segja okkur frá helginni.
Lýðræði: Í Akraseli er unnið mikið með lýðræði enda er það einn af stóru póstunum í Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna. Það að börn hafi rödd og á þau sé hlustað er mikilvæg leið í að kenna börnum hvernig er að vera þátttakendur í samfélaginu okkar. Sum börn vilja ekki alltaf tala og það er líka allt í lagi, þau opna sig þegar þau eru tilbúin. Það er gaman að sjá framfarir þeirra í að tjá sig í samverustundunum okkar. Að gefa börnum val, rödd og styrkja þau þar sem styrkleikarnir liggja er gefandi fyrir börnin og okkur kennarana líka.
Hægt er að skoða fleiri myndir úr starfinu á Bergi í mars 2023 HÉR